Fréttir eftir árum


Fréttir

MBA-nám HR hlýtur alþjóðlega gæðavottun í þriðja sinn

Skipar sér á bekk með bestu háskólum Evrópu

10.2.2022

MBA-námið við Háskólann í Reykjavík hefur á ný hlotið gæðavottun AMBA (Association of MBAs) samtakanna til næstu fimm ára. Í yfir 50 ár hafa AMBA samtökin verið óháður ytri aðli sem leggur mat á gæði og innihald viðskiptamenntunar í háskólum á heimsvísu. Tiltekið er að einungis bestu 2% háskóla í yfir 75 löndum hafa hlotið AMBA vottun. MBA nám Háskólans í Reykjavik hefur verið vottað frá árinu 2011 og skipar sér þar með á bekk með bestu háskólum Evrópu.

Brautskraning-19.juni-2021-Haskolinn-i-Reykjavik.00_01_49_12.Still012-MBAMarkmið námsins er þjálfa upp ábyrga stjórnendur sem munu hafa jákvæð áhrif á viðskiptalíf og samfélag.

Markmið AMBA (Association of MBAs) er að auka gæði menntunar á sviði stjórnunar á heimsvísu, háskólum, nemendum þeirra, vinnuveitendum, fyrirtækjum og þjóðfélaginu til heilla. AMBA leggur sérstaka áherslu á ábyrga stjórnun, að bestu aðferðum sé beitt og á nýsköpun og sjálfbærni í mati sínu. Þættir sem falla allir vel að markmiðum MBA náms í HR sem er þjálfa upp ábyrga stjórnendur sem munu hafa jákvæð áhrif á viðskiptalíf og samfélag.

Að sögn Jóns Þórs Sturlusonar, deildarforseta viðskiptadeildar, þá fæst vottun sem þessi með sífelldri og góðri gæðavinnu innan veggja skólans. Þá vinnu hefur fráfarandi forstöðumaður námsins, Auður Arna Arnardóttir dósent, leitt í samstarfi við Jóhönnu Vernharðsdóttur verkefnisstjóra námssins, Ewu L. Carlson, lektor við viðskiptadeild og Hrund Steingrímsdóttur skrifstofustjóra. Fjöldi MBA nemenda hafa einnig átt sæti í gæðaráði námsins í gegnum árin og þannig lagt sitt af mörkum. Kann viðskiptadeild þeim bestu þakkir fyrir þá góðu vinnu.

Fara á vef MBA námsins