Fréttir eftir árum


Forsíðufréttir

MBA-nemendur kynntu lokaverkefni sín fyrir sérfræðingum

3.5.2019

Á lokaári sínu í námi vinna MBA-nemar lokaverkefni þar sem þeir þurfa að nýta þá þekkingu sem þeir hafa öðlast í gegnum allt námið, sem er samtals tvö ár. Nemendur þurfa að líta til allra atriða í rekstri og er lokaverkefnið unnið í samstarfi við fyrirtæki eða stofnun. Flest þeirra varða stefnumótun með nokkuð háu flækjustigi eins og þátttöku á nýjum markaði.

Niðurstöður hópanna eru kynntar fyrir dómnefnd sem er skipuð sérfræðingum úr atvinnulífinu ásamt fulltrúum þeirra fyrirtækja sem unnið var með.

Tveir MBA nemendur standa á gangi í HR og tala samanAð kynningum loknum var svo sannarlega tilefni til að skála.

Hver kynning er ítarleg og rúmur tími gefinn fyrir spurningar frá dómefndum eða 20 mínútur fyrir kynningar og 35 mínútur fyrir spurningar og svör. Kynningarnar hófust klukkan 9 og þeim lauk um 18-leytið. Mat er lagt á uppbyggingu verkefnisins, hversu gagnlegar og raunsæjar tillögur hópanna eru og hvernig kynningin á verkefninu er sett fram.

Verkefnin

Meðal fyrirtækja sem nemendur störfuðu með í ár eru: Blue Car Rental, Síminn, The Alzheimer House og Highland Ridge. Einnig voru eftirfarandi stefnumótunarverkefni kynnt: Bringing PlainSleep to Market, Why Dont Pension Funds Invest in VC?, Transportation Service for People with Special Needs og Use of Online Travel Agencies (OTAs).

Nemendur faðmast að lokinni kynningu

Dómnefndirnar

Þrjár dómnefndir skiptu með sér verkum eftir umfjöllunarefni verkefna. Í þeirri fyrstu voru þau Katrín Olga Jóhannesdóttir, Margrét Guðmundsdóttir og Magnús Geir Þórðarson. Í annarri dómnefnd sátu Eggert Benedikt Guðmundsson, Sigríður Olgeirsdóttir og Hjörleifur Pálsson og í þeirri þriðju þau Liv Bergþórsdóttir, Katrín Júlíusdóttir og Erlendur Svavarsson.