Fréttir eftir árum


Forsíðufréttir

Meira um mansal en áður var talið

14.11.2014

Heiða BjörgHeiða Björk Vignisdóttir lögfræðingur segir margt benda til að vændi sé algengara hér á landi en margir gera sér grein fyrir og í mörgum tilvikum tengist það mansali og jafnvel skipulagðri brotastarfsemi. Heiða rannsakaði skipulagða brotastarfsemi á Íslandi fyrir meistaraverkefni sitt í lögfræði og segir hún mikilvægt að almenningur geri sér grein fyrir þeim veruleika sem blasir við. Þetta kemur fram í viðtali við Heiðu í Fréttatímanum 14. nóvember 2014.

„Konur eru sendar hingað til lands í þeim eina tilgangi að stunda vændi. Þær eru gjarnan ofurseldar skipulögðum brotasamtökum, íslenskum eða erlendum,“ segir Heiða Björk Vignisdóttir lögfræðingur. Hún rannsakaði mansal og vændi í meistararitgerð sinni í lögfræði við Háskólann í Reykjavík sem ber heitið: „Skipulögð brotastarfsemi. Tengsl vændis og mansals á Íslandi við skipulagða brotastarfsemi.“ Niðurstaða Heiðu er að það vændi sem þrífst á Íslandi tengist gjarnan mansali, manseljendurnir eru íslenskir jafnt sem erlendir og hafa oft og tíðum tengsl við skipulögð brotasamtök erlendis og hérlendis. Hún vonast til að með ritgerðinni verði til mikilvæg gögn í umræðuna um vændi á Íslandi.

Lesa viðtalið við Heiðu í Fréttatímanum

Mynd: Fréttatíminn