Fréttir eftir árum


Fréttir

Meistaranám í gervigreind og máltækni

Eftirsótt sérhæfing á íslenskum og alþjóðlegum vettvangi

8.4.2022

Meistaranám í gervigreind og máltækni við Háskólann í Reykjavík veitir nemendum eftirsótta sérhæfingu til að starfa á þessu sviði, hvort heldur á íslenskum eða alþjóðlegum vettvangi. Námið er þverfaglegt og lýtur annars vegar að sjálfstæðum rannsóknum og hins vegar að þróun hugbúnaðar og lausna sem geta unnið með og skilið náttúruleg tungumál. Umsóknarfrestur 2022 er til 30. apríl næstkomandi.

Gervigreind-og-malt

Ákveðinn hugbúnaður, sem stórfyrirtæki eins og Apple, Amazon, Facebook, Google og Microsoft þróa, krefst til að mynda þekkingar á gervigreind og máltækni og mikil eftirspurn er eftir sérfræðingum á því sviði.

Gervigreind er rannsóknar- og þróunarsvið sem snýst um að þróa aðferðir til að leysa verkefni sem yfirleitt krefjast mannlegrar greindar. Máltækni, sem er sambland af tölvunarfræði, verkfræði, málvísindum, tölfræði, sálfræði og félagsvísindum, miðar að því að þróa kerfi sem geta unnið með og skilið náttúruleg tungumál og stuðlað að notkun þeirra í samskiptum manns og tölvu. Í náminu eru námskeið eins og talgerving (e. Speech Synthesis) og sýndarmanneskjur (e. Virtual Humans). Hér á landi eru sömuleiðis allnokkur fyrirtæki sem starfa að verkefnum í þessari grein. Að auki öðlast nemendur hæfni og þekkingu á vélrænum viðfangsefnum, sem nýtist víða í atvinnulífinu, enda er verkfærum máltækninnar beitt mun víðar en einvörðungu í máltækni.


Nánar um námið:
https://vimeo.com/535804928