Fréttir eftir árum


Fréttir

Meistaranemar sýndu niðurstöður rannsókna sinna

12.6.2018

Á hverju vori heldur tækni- og verkfræðideild uppskeruhátíð sem nefnist Verkin tala. Þar kynna meistaranemar við deildina niðurstöður rannsókna sinna á veggspjöldum. Verðlaun fyrir bestu veggspjaldið eru afhent og gestir og gangandi geta lesið sér til um nýjustu rannsóknir í fjölmörgum greinum innan verkfræði.

Þóra Björg Sigmarsdóttir hlaut verðlaun Verkfræðingafélags Íslands fyrir besta veggspjaldið í ár. Þóra Björg útskrifast í vor með MSc gráðu í heilbrigðisverkfræði og hyggst halda áfram í doktorsnám í þeirri grein. Rannsókn hennar heitir Describing the Glucose-Lactate Consumption Rate During Expansion and Osteogenic Differentiation of Human Bone Marrow Derived MSCs.

Verkin-tala2018Þóra Björg við veggspjaldið ásamt leiðbeinanda sínum, Ólafi Eysteini Sigurjónssyni, dósent við tækni- og vekrfræðideild.

Viðurkenningu fyrir besta veggspjald MSc í orkuvísindum hlaut Miao Yu, en brautin er kennd innan Iceland School of Energy og er ætluð nemendum með annan bakgrunn en verkfræði. 

Allt milli himins og jarðar

Nemendur fjölluðu um margvísleg efni í rannsóknum sínum eins og verðbólguvörn, jarðboranir, þrívíddarlíkön af jarðhitasvæði í Mosfellsbæ, myndatökur með dróna til að greina jarðhita, flutningskerfi raforku, flokkunarkerfi fyrir uppsjávarfisk, notkun loftneta í bergmálslausu herbergi, nanóvíra í sólarhlöðum, rekstrarlíkön fyrir einstaka atvinnugreinar, fjöðrunarkerfi kappakstursbíls og margt, margt fleira.

Námsbrautir í meistaranámi við tækni- og verkfræðideild HR eru: