Fréttir eftir árum


Fréttir

Kynningar­fundir um meistara­verkefni í samstarfi við atvinnulífið

14.3.2016

Háskólinn í Reykjavík óskar eftir umsóknum um styrkt meistaraverkefni sem unnin verða skólaárið 2016-2017. Verkefnin verða unnin í samstarfi við Icelandair Group, LS Retail og Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS). Umsóknarfrestur er til 6. apríl 2016. 

Kynningarfundir um verkefnin

Kynningarfundir verða haldnir 15.-16. mars. Umsóknir með öllum umbeðnum gögnum skal senda með tölvupósti á atvinnulif@ru.is. Samráðshópar á vegum HR og samstarfsaðila fara yfir umsóknir og verður tilkynnt um niðurstöður úthlutana eigi síðar en 20. apríl 2016.

 

 

Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi

 

Samstarfssamningur Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) og HR snýst um að efla rannsóknir og nýsköpun í sjávarútvegi með það að markmiði að auka sjálfbærni, nýtingu afurða og atvinnusköpun í greininni. Kynningarfundur um möguleg verkefni í samstarfi við Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi verður haldinn í stofu V101 þriðjudaginn 15. mars kl. 15:00. Nemendur jafnt sem leiðbeinendur eru velkomnir á fundinn.

 

Icelandair Group 

Icelandair Group og Háskólinn í Reykjavík hafa gert með sér samning um samstarf á sviði frumkvöðla- og nýsköpunarstarfs, rannsókna og menntunar tengt flugsamgöngum og ferðaþjónustu. Kynningarfundur um möguleg verkefni í samstarfi við Icelandair Group verður haldinn í stofu V101 miðvikudaginn 16. mars kl. 15:00. Nemendur jafnt sem leiðbeinendur eru velkomnir á fundinn.

LS Retail

LS Retail og Háskólinn í Reykjavík hafa gert með sér samning um eflingu rannsókna og menntunar á sviði upplýsingatækni og viðskipta. Kynningarfundur um möguleg verkefni í samstarfi við LS Retail verður haldinn í stofu V108 fimmtudaginn 17. mars kl. 15:00. Nemendur jafnt sem leiðbeinendur eru velkomnir á fundinn.