Fréttir eftir árum


Fréttir

Menntakvika 2022

Rúmlega 200 fyrirlestrar tengdir uppeldis- og menntavísindum

4.10.2022

Menntakvika 2022 verður haldin eftir hádegi fimmtudaginn 6. október og föstudaginn 7. Í húsnæði Menntavísindasviðs Háskóla Íslands í Stakkahlíð. Ráðstefnan er öllum opin og þátttakendum að kostnaðarlausu og verður málstofum einnig streymt í gegnum Zoom fjarfundabúnað.

Menntakvika leiðir saman á hverju ári fjölda fagfólks og hagsmunaaðila sem láta sig menntun varða og þar eru kynntar rannsóknir um það sem efst er á baugi í menntavísindum hér á landi.

Menntakvika-2022

Á dagskrá er fjöldi áhugaverðra málstofa og frá Háskólanum í Reykjavík eru eftirfarandi þrjú erindi á dagskrá.

Innan málstofunnar Háskólar og rafræn kennsla munu fulltrúar Háskólagrunns, Snjólaug Steinarsdóttir, Þorgerður Jónsdóttir og Kristinn Torfason kynna Möbius stærðfræðiforrit.

Innan málstofunnar; Háskólar: Að efla nám nemenda munu þeir Martin Bruss Smedlund, kennari við sálfræðideild og John Baird , kennsluráðgjafi, flytja erindið: The use of student generated multiple choice questions (MCQs) in an undergraduate 1st year psychology course.

Innan málstofunnar; Áskoranir og skólakerfið flytja þau Grischa Liebel og Steinunn Gróa Sigurðardóttir, kennarar við tölvunarfræðideild, erindið: Supporting student neurodiversity in our teaching design.

Dagskrá Menntakviku 2022 má sjá hér