Fréttir eftir árum


Fréttir

Metþátt­taka stelpna í Box­inu

3.11.2014

Fjöldi fram­halds­skóla­nema mun leggja leið sína í Há­skól­ann í Reykja­vík næsta laug­ar­dag, 8. nóv­em­ber, til að taka þátt í úr­slit­um í Box­inu - fram­kvæmda­keppni fram­halds­skól­anna. Tutt­ugu og sex lið tóku þátt í for­keppni og af þeim komust átta í úr­slita­keppn­ina. Í hverju liði eru fimm kepp­end­ur. Keppn­in er kl. 10-16:30.

Skól­arn­ir sem keppa í Box­inu í ár eru: Mennta­skól­inn á Ak­ur­eyri, Mennta­skól­inn í Reykja­vík, Fram­halds­skól­inn í Vest­manna­eyj­um, Flens­borg­ar­skóli, Kvenna­skól­inn í Reykja­vík, Verk­mennta­skól­inn á Ak­ur­eyri, Mennta­skól­inn við Sund og Fjöl­brauta­skóli Suður­lands.

Liðin fara í gegn­um þrauta­braut og fá hálf­tíma til að leysa hverja þraut. Í fyrra þurftu kepp­end­ur meðal ann­ars að að búa til lítið fley sem get­ur flotið á vatni, leysa for­rit­un­ar­dæmi og að búa til pí­anó úr álp­app­ír með aðstoð tölvu­for­rits, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá Há­skól­an­um í Reykja­vík.

Kepp­end­ur þurfa að geta unnið hratt og vel að sam­eig­in­legu mark­miði og sýna fram á hug- og verkvit auk þess sem liðsheild skipt­ir miklu máli. Keppni af þessu tagi er því góð leið til að gera marg­vís­leg­um hæfi­leik­um hátt und­ir höfði. Við mat á lausn­um ræður meðal ann­ars tími, gæði lausn­ar og frum­leiki.

Mik­il leynd hvíl­ur yfir því hverj­ar þraut­irn­ar eru og sér­stak­ir siðgæðis­verðir fylgja liðunum eft­ir á keppn­is­dag­inn svo að eng­inn fái upp­lýs­ing­ar um þær þraut­ir sem á eft­ir að leysa. Þraut­irn­ar eru sett­ar sam­an af fyr­ir­tækj­um úr ólík­um grein­um iðnaðar­ins með aðstoð fræðimanna HR. Fyr­ir­tæk­in sem koma að gerð þraut­anna í ár eru Advania, Héðinn, ÍAV, Ístex, Kjarna­fæði, Oddi, Stiki og Össur.

Stelp­um hef­ur farið fjölg­andi ár frá ári í keppn­inni. Fjöldi þeirra marg­fald­ast í ár þar sem 16 stelp­ur taka þátt í úr­slita­keppn­inni (37,4% þátt­tak­enda) en voru 6 í fyrra (17%).

Um Boxið

  • Þetta er í fjórða sinn sem keppn­in er hald­in.
  • Að henni standa Sam­tök iðnaðar­ins, Há­skól­inn í Reykja­vík og Sam­band ís­lenskra fram­halds­skóla­nema.
  • Mark­mið með keppn­inni er að kynna og vekja áhuga á tækni, verk- og tækni­námi og störf­um í iðnaði.
  • Það var Kvenna­skól­inn í Reykja­vík sem sigraði í Box­inu í fyrra.

Af vef mbl.is