Mikil aðsókn í nám við Háskólann í Reykjavík
Alls bárust 2590 umsóknir um nám við Háskólann í Reykjavík á næsta skólaári, en umsóknarfrestur rann út um síðustu helgi. Reiknað er með að um 1400 umsækjendur fái skólavist við háskólann í haust. 1491 umsókn barst um grunnnám, 803 um meistara- og doktorsnám og 296 umsóknir bárust um undirbúningsnám fyrir háskóla í frumgreinadeild.
Lagadeild
Alls 167 umsóknir bárust. 94 í grunnnám og 73 í framhaldsnám.
Viðskiptadeild
829 sóttu um nám. 486 í grunnnám og 343 í framhaldsnám. 40 umsóknir bárust um nám í hagfræði sem verður kennd í fyrsta skipti við viðskiptadeild á næsta ári.
Tölvunarfræðideild
516 umsóknir bárust. 449 í grunnnám og 67 í framhaldsnám.
Tækni- og verkfræðideild
Alls bárust 782 umsóknir. 462 í grunnnám og 320 í framhaldsnám.
Fjölgun erlendra nema
Mikil fjölgun er áberandi í erlendum umsóknum, og m.a. bárust um 50% fleiri umsóknir um meistaranám í orkuverkfræði og sjálfbærum orkuvísindum við Íslenska orkuháskólann, en í fyrra.
Frá útskrift árið 2015.