Fréttir
Mögulegt að ljúka undirbúningsnámi meðfram vinnu
Þrjár annir eða eitt ár
Búið er að opna fyrir umsóknir í nýtt þriggja anna nám í Háskólagrunni HR. Hingað til hefur verið hægt að sækja um í tvær mismunandi námsleiðir: Undirbúningsnám sem tekur eitt ár að ljúka og viðbótarnám við stúdentspróf. Nú verður hægt að ljúka undirbúningsnáminu á annað hvort einu ári eða þremur önnum.
Nýja þriggja anna námsleiðin er þróuð með þarfir fólks á vinnumarkaði í huga en námið er blanda af fjarnámi og staðarnámi.
Námið í Háskólagrunni HR miðar að því að undirbúa nemendur fyrir háskólanám. Hægt er að lesa meira um námið á vef Háskólagrunns.