Fréttir eftir árum


Fréttir

MPM-nám í HR /// Er í draumastarfinu við að tæknivæða mannauðsmál á Íslandi

14.3.2023

„Mér finnst MPM-námið í HR alveg frábært, það er mjög áhugavert og ég er alltaf að læra eitthvað nýtt. Ég byrjaði síðasta haust en finnst ég búin að þroskast mjög mikið síðan þá og öðlast mikla þekkingu. Nemendahópurinn er líka mjög öflugur, ég er búin að kynnast fullt af fólki og læra endalaust af þeim“ segir Lilja Sigrún Sigmarsdóttir.

Kona í brúnni peysu og svörtum buxum stendur með hendur í vösum. Í bakgrunni gulur veggur með Advania lógói.Áður en Lilja byrjaði í MPM-náminu lauk hún BSc-gráðu í viðskiptafræði við University of Europe sem er staðsettur í Berlín. Þar bjó hún í tæp sjö ár áður en hún flutti aftur til Íslands á síðasta ári. Það var alltaf á döfinni hjá Lilju að bæta við sig námi en hún var frekar óviss um í hverju. „Ég vildi forðast sérhæfingu í einhverju ákveðnu fagi en á sama tíma vildi ég ná betri ramma utan um mína þekkingu og reynslu. Það var þá sem ég fór að horfa á verkefnastjórnun sem fag en ég hef unnið mikið í fjölbreyttum verkefnum í gegnum tíðina. Þegar ég fór að skoða námsframboð í verkefnastjórnun höfðaði MPM-námið við Háskólann í Reykjavík mest til mín. Því meira sem ég skoðaði það því meira vissi ég að þetta væri rétta námið fyrir mig.“ Hún bætir við að helstu kostir þess að vera með MPM-gráðu séu öll starfstækifærin sem gefast, möguleikarnir séu endalausir og hægt sé að sérhæfa sig í svo mörgu.

Áhugi Lilju á verkefnastjórnun og MPM kviknaði eftir að hún hafði unnið mikið í fjölbreyttum verkefnum síðustu ár. 

Mér finnst sérstaklega gaman að vinna í verkefnum og halda utan um verkefnateymi. MPM-námið nær bæði utan um það verkfræðilega tengt verkefnastjórnun og það mannlega.

Lilja starfar í dag hjá Advania á sviði mannauðslausna. Þar er hún verkefnastjóri og ráðgjafi og heldur utan um innleiðingar viðskiptavina inn í launa- og mannauðskerfi ásamt því að sinna ráðgjöf. Aðspurð um framtíðina og hvort hún eigi sér einhver óskaverkefni segist hún eiginlega vera að sinna þeim nú þegar. „Mér finnst ég vera í algjöru draumastarfi núna svo það er erfitt að segja, ég vona bara að ég verði áfram í því að tæknivæða mannauðsmál á Íslandi.“

Kona situr við tvo tölvuskjáiMPM-námið (Master of Project Management) er alþjóðlega vottað 90 ECTS háskólanám á meistarastigi. Það er skipulagt sem nám samhliða vinnu og tekur tvö ár. Námið er stjórnunar- og leiðtoganám með sérstakri áherslu á stjórnun umfangsmikilla verkefna, verkefnaskráa og verkefnastofna. Það býr nemendur undir að stjórna fyrirtækjum, félögum, stofnunum og teymum. Námið nýtist öllum sem vilja styrkja forystu- og skipulagshæfileika sína og færni til að leiða teymi og skipulagsheildir af öllu tagi. Nemendur stækka jafnframt tengslanet sitt og læra af félögum innan fagsins.

Hér má lesa nánar um MPM-nám. Opið er fyrir umsóknir til 30. apríl.

///

"I think the MPM program in RU is great, it's exciting, and I'm always learning something new. I started last fall but have developed much since then and gained much knowledge. The student group is also powerful; I have met many people and learned endlessly from them", says Lilja Sigrún Sigmarsdóttir, a student in MPM at Reykjavik University.

The Master of Project Management (MPM) is a two-year, efficient academic program that can be taken alongside professional responsibilities.

The MPM programme at RU is developed in line with industries to ensure career-focused relevant training. Students learn how to define, organise and execute complex projects successfully and receive international certification in project management, awarded by the International Project Management Association (IPMA).

Kona í brúnni peysu situr í sófa, heldur á kaffibolla og horfir út um glugga. Í bakgrunni er sjónsvarpsskjár.