Fréttir eftir árum


Forsíðufréttir

Næst hæstir af þátttökuskólum frá Norðurlöndunum

26.2.2019

Teymi frá HR tók þátt í Rotman International Trading Competition sem haldin var í Toronto, Kanada í síðustu viku. Rotman keppnin er alþjóðleg fjármálakeppni þar sem lið frá rúmlega 50 alþjóðlegum háskólum leysa sex verkefni tengd fjármálum og eignastýringu. Þetta er aðeins í annað skipti sem HR sendir lið í keppnina sem er sú stærsta sinnar tegundar. 

Lið HR stóð sig með prýði og lenti í 43. sæti keppninnar. Þess má geta að lið HR var næst hæst af þeim háskólum frá Norðurlöndunum sem tóku þátt. Einnig hafnaði það í 7. sæti af evrópsku þátttökuskólunum. 

Rotman(Frá vinstri) Dr. Kannoo Ravindran þjálfari liðsins, Jón Sveinbjörn Halldórsson, Sigurgeir Jónasson, Hörður Guðmundsson, Júlíus Snær Pálsson og Sverrir Bartolozzi.

Liðsmenn eru allir nemar í hagfræði eða fjármálaverkfræði við HR.