Fréttir eftir árum


Fréttir

Nám í tölvunarfræðideild fær alþjóðlega vottun

27.6.2022

Sex námsbrautir tölvunarfræðideildar fengu alþjóðlega vottun, ASIIN-EQANIE, þann 5. apríl síðastliðinn. Sótt var um vottun fyrir BSc og MSc í tölvunarfræði, BSc og MSc í Hugbúnaðarverkfræði, BSc í tölvunarfræði með viðskiptafræði sem aukagrein, BSc í tölvunarstærðfræði og MSc í gervigreind og máltækni og fengu allar námsbrautirnar vottunina.

Maður situr fyrir framan tölvuskjá og hvílir höfuð í höndum sér.Námið á þessum brautum í HR sker sig frá öðru sambærilegu námi með því að hljóta þessa alþjóðlegu gæðavottun. ASIIN vottunin staðfestir að námsbraut uppfyllir ríkar kröfur um gæði. Þau eru metin út frá þeim markmiðum sem háskólinn setur sér og af þeim árangri sem útskriftarnemar ná í sínu fagi. Jafnframt tryggir vottunin að skilyrði fyrir góða kennslu og farsælt nám séu fyrir hendi.

Vottunin byggist á viðurkenndum stöðlum sem eru í samræmi við evrópska hæfisramma (the European Qualifications Framework) og „Evrópska staðla og leiðbeiningar“ ("European Standards and Guidelines").
Hér má lesa nánar um vottunina.

///

EUROPEAN ACCREDITATION OF PROGRAMMES IN THE DEPARTMENT OF COMPUTER SCIENCE On April 5, all the degree programmes submitted by the Department of Computer Science for ASIIN-EQANIE accreditation received the ASIIN seal. (Those were the BSc and MSc in Computer Science, the BSc and MSc in Software Engineering, the BSc in Computer Science with Business as a minor, the BSc in Discrete Mathematics and Computer Science and the MSc in Artificial Intelligence and Language Technology.) 

With a successful programme accreditation, ASIIN confirms that a study programme meets a high quality standard. The quality of a study program is determined by the formulation of relevant objectives by the applying university itself. The quality is also determined by the success that graduates achieve in their profession. 

The ASIIN seal confirms that a course of study meets the high-level requirements of science and professional practice of the involved disciplines. At the same time, it documents that secure framework conditions for good teaching and successful learning are in place. 

The award of the seal is based on recognized learning outcome-oriented professional standards in accordance with the European Qualifications Framework and the "European Standards and Guidelines".