Fréttir eftir árum


Fréttir

MPM-nám í HR // Námið hefur reynst afar gagnlegt og nýst mjög vel á breiðum grundvelli

Ylfa Rakel Ólafsdóttir, verkefnastjóri hjá Veitum

16.3.2023

Ylfa Rakel Ólafsdóttir ætlaði sér alltaf að fara í verkfræðinám. Eftir að hafa fengið almenna innsýn í verkefnastjórnun kviknaði áhugi hennar á að læra meira í því fagi sem varð til þess að hún skráði sig í MPM-námið í HR.

Kona í hvítum kjól stendur með krosslagðar hendur. Í bakgrunni eru stólar, borð og sófi, grænar plöntur í hillu.

Námið í HR er frábært. Í MPM-náminu er notast við nútímalegar kennsluaðferðir sem mér finnst vera mikilvægt. Þar eru okkur kenndar margvíslegar aðferðir og ferlar sem má beita við stjórnun umfangsmikilla verkefna. Það sem kom mér hins vegar einna mest á óvart er hversu mikil áhersla er lögð á að nemendur efli persónulega styrkleika sína, leiðtogahæfni og samskiptahæfileika sem er mjög mikilvægt fyrir árangursríka stjórnun og samþættingu verkefna af öllum stærðargráðum. Þá finnst mér einnig til fyrirmyndar hvað kennarar eru aðgengilegir og reiðubúnir að aðstoða eftir þörfum.

Áhugi Ylfu á verkefnastjórnun kviknaði eftir að hún hafði tekið verkefnastjórnunaráfanga í verkfræðinni og fannst sá áfangi einn sá skemmtilegasti sem hún sat. „Þegar ég fór svo að skoða MPM-námið af alvöru leist mér mjög vel á námsáherslur og kennsluaðferðir. Þá fannst mér námsfyrirkomulagið einnig henta mjög vel.“

Ljóshærð kona í hvítum kjól stendur við kaffivélYlfa starfar sem verkefnastjóri fjárfestingaverkefna hjá Veitum. Þar stýrir hún verkefnum frá undirbúningi, í gegnum framkvæmd og þar til afurð er formlega afhent til reksturs. Í því felst meðal annars gerð kostnaðaráætlana, umsjá leyfismála, samskipti við hagsmunaaðila, tryggingu aðfanga og fleira.

Verkfræðin og MPM-námið hefur gagnast mér vel í öllum mínum starfstengdu verkefnum. Í náminu er farið inn á ýmsar aðferðir sem nýtast mjög vel í starfi, til dæmis gerð áætlana, samskipti við ólíka hagsmunaaðila, samningatækni og margt fleira. Námið hefur reynst afar gagnlegt og nýst mjög vel á breiðum grundvelli, bæði þegar kemur að vinnutengdum þáttum og persónulegum styrkleikum. Mér þykir gaman að takast á við áskoranir og í framtíðinni verður gaman að beita þeim aðferðum sem ég hef lært í náminu við stjórnun enn flóknari og umfangsmeiri verkefna.

MPM-námið (Master of Project Management) er alþjóðlega vottað 90 ECTS eininga háskólanám á meistarastigi. Það er skipulagt sem nám samhliða vinnu og tekur tvö ár. Námið er stjórnunar- og leiðtoganám með sérstakri áherslu á stjórnun umfangsmikilla verkefna, verkefnaskráa og verkefnastofna. Það býr nemendur undir að stjórna fyrirtækjum, félögum, stofnunum og teymum. Námið nýtist öllum sem vilja styrkja forystu- og skipulagshæfileika sína og færni til að leiða teymi og skipulagsheildir af öllu tagi. Nemendur stækka jafnframt tengslanet sitt og læra af félögum innan fagsins.

Hér má lesa nánar um MPM-nám. Opið er fyrir umsóknir til 30. apríl.

///

Ylfa Rakel Ólafsdóttir always wanted to study engineering. After gaining some insight into project management, her interest in the field grew even stronger. This eventually led her to enroll in the Master of Project Management (MPM) program at Reykjavik University.

The MPM program is an efficient two-year academic program that can be taken alongside professional responsibilities. The programme is designed to provide career-focused training relevant to current industry standards. Students learn how to define, organize, and execute complex projects successfully and receive international certification in project management from the International Project Management Association (IPMA).

Kona með gleraugu, í doppóttri skyrtu stendur við borð fyrir framan tölvu.