Fréttir eftir árum


Forsíðufréttir

MBA nemendur í MIT í Boston

Þriggja daga námsferð hluti af lokaverkefni

6.4.2022

MBA árgangurinn 2022 er nú staddur í Boston þar sem hópurinn tekur þátt í þriggja daga námsferð til MIT háskólans. Námsbúðir eru haldnar undir handleiðslu sérfræðinga frá MIT DesignX og Háskólanum í Reykjavík og er ferðin hluti af lokaverkefni MBA nema.

MBA er metnaðarfullt nám þar sem nemendur hljóta alhliða þjálfun í rekstri og stjórnun auk þess sem persónulegir styrkleikar og leiðtogahæfni er efld. Mikið er lagt upp úr nýsköpun og að skapa dýrmætt tengslanet og koma kennarar frá mörgum af bestu viðskiptaháskólum heims.

MBA árgangur í Boston 2022

MBA árgangur Háskólans í Reykjavík 2022 í námsdvöl í Boston.

MBA-námið við Háskólann í Reykjavík hefur verið gæðavottað af AMBA (Association of MBAs) samtökunum frá árinu 2011 og skipar Háskólinn í Reykjavík sér þar á bekk með bestu háskólum Evrópu.