Fréttir eftir árum


Fréttir

Námssjóður Sameinaðra verktaka veitir námsstyrki til nemenda í tæknifræði, verkfræði og tölvunarfræði við HR

31.5.2022

Námssjóður Sameinaðra verktaka veitir námsstyrki til nemenda í tæknifræði, verkfræði og tölvunarfræði við HR sem nema skólagjöldum í HR í eina önn. Umsóknarfrestur er til 7. júní.

Þeir nemendur geta sótt um sem eru að útskrifast með fyrstu háskólagráðu (BSc) í júní 2022 eða í janúar 2023 og stefna á framhaldsnám (MSc eða Phd) í HR eða við aðra háskóla. Einnig geta nemendur á leið á lokaönn í tæknifræði sótt um styrk.

Nemendur sækja um með því að fylla út umsóknarformið. Umsóknir eru metnar eftir námsárangri umsækjenda, frumkvæði og áræðni, samkvæmt námsyfirliti, kynningarbréfi og meðmælum. Við mat á umsóknum er einnig litið til þátttöku nemanda í störfum fyrir HR, s.s. félagsstörfum, dæmatímakennslu og kynningarstörfum.

  • Úthlutun fer fram í júní 2022. 
  • Öllum umsóknum er svarað. 
  • Hver umsækjandi getur aðeins fengið úthlutun úr sjóðnum einu sinni. 
  • Fyrirspurnir skulu berast á netfangið  skrifstofa-rektors@ru.is