Fréttir eftir árum


Fréttir

Nemendasamtök um samfélagsábyrgð stofnuð í HR

25.2.2015

„Samfélagsábyrgð felst í því að axla ábyrgð á áhrifum sem maður hefur á annað fólk og umhverfi okkar. Eins og nafnið gefur til kynna þá ætla samtökin að beita sér fyrir því að efla vitund meðal nemenda HR varðandi málefni sem tengjast samfélagsábyrgð og sjálfbærni. Við viljum tengja þessa þætti inn í

Daníel Agnarsson

 námið og skólann sjálfan, þannig að nemendur komi til með að beita þeirri þekkingu til framtíðar,“ segir Daníel Agnarsson, nemi í tölvunarfræði með viðskiptafræði sem aukagrein og formaður nýstofnaðra samtaka um samfélagsábyrgð og sjálfbærni við Háskólann í Reykjavík. Það eru nemendur háskólans sem standa að samtökunum sem voru stofnuð 24. febrúar sl.  

Daníel segir samtökin strax vera komin með drög að starfsáætlun. „Við erum nú þegar komin með grófa dagskrá um það sem við höfðum hugsað okkur að gera á næstunni. Til dæmis ætlum við að hafa kvikmyndasýningu, halda málfund og fara í fyrirtækjaheimsókn. Einnig viljum við fara í samstarf við Háskóla Íslands vegna Grænu daganna og Hjólað í skólann. Við kusum í stjórn í dag þannig þetta er allt svona í startholunum ennþá og það er mikið af spennandi hlutum sem hægt er að skipuleggja.“

Daníel og aðrir nemendur sem koma að stofnun samtakanna munu kynna þau á bás Stúdentafélags HR á Háskóladaginn í HR þann 28. febrúar.

Dagskrá Háskóladagsins