Fréttir
Nemendum veitt viðurkenning fyrir árangur í námi
Forsetalistaathöfn var haldin í Háskólanum í Reykjavík 15. febrúar, þar var nemendum veitt viðurkenning fyrir árangur í námi en þessir nemendur komast á forsetalista og fá niðurfelld skólagjöld næstu annar. Við sömu athöfn tóku nemendur Háskólagrunns HR við viðurkenningu fyrir árangur í námi.
Guðlaug Matthildur Jakobsdóttir, forstöðukona alþjóðasviðs setti athöfnina og Dr. Ragnhildur Helgadóttir, rektor HR, flutti ávarp. Ávarp nemanda var í höndum Róberts Leós Þormars Jónssonar.
Það er Arion banki sem er bakhjarl forsetalista HR og flutti Iða Brá Benediktsdóttir, aðstoðarbankastjóri og framkvæmdastjóri viðskiptabankasviðs Arion banka, ávarp fyrir hönd bankans.
Hér má sjá nöfn þeirra sem hlutu Forsetalistaverðlaunin í ár