Nemendum veittar viðurkenningar fyrir góðan árangur
Þeim nemendum sem komust á forsetalista fyrir vorönn 2016 voru afhentar viðurkenningar í gær, fimmtudaginn 22. september. Nemendur sem bestum árangri ná á hverri önn eiga kost á að komast á forsetalista og fá skólagjöld næstu annar niðurfelld. Einnig voru afhentir nýnemastyrkir en það eru styrkir sem veittir eru nemendum á fyrstu önn þeirra við háskólann.
Við athöfnina flutti rektor HR, Ari Kristinn Jónsson, ávarp. Deildarforsetar fjögurra akademískra deilda háskólans, viðskiptadeild, tölvunarfræðideild, lagadeild og tækni- og verkfræðideild, kynntu þá nemendur sem eru á forsetalista og afhentu viðurkenningarskjöl. Einnig voru veittir styrkir fyrir góðan námsárangur í frumgreinadeild, Guðfinnuverðlaunin voru afhent fyrir framúrskarandi nýsköpunarhugmynd og Codex-verðlaunin hlaut nemi í lagadeild fyrir góðan árangur í lögfræði.
Nemendur á forsetalista í tækni- og verkfræðideild.
Nemendur á forsetalista í viðskiptadeild.
Nemendur sem eru á forsetalista í tölvunarfræðideild.
Nemendur sem eru á forsetalista í lagadeild.
Nemendur sem hlutu nýnemastyrk.
Við óskum nemendunum til hamingju með verðlaunin.