Fréttir eftir árum


Fréttir

Nemendum veittar viðurkenningar fyrir góðan námsárangur

24.9.2015

Nemendum sem náð hafa framúrskarandi námsárangri voru veittar viðurkenningar í gær, miðvikudag, í Sólinni. Þessir nemendur komast á forsetalista og fá skólagjöld næstu annar niðurfelld. 

Deildarforsetar og forstöðumaður frumgreinadeildar afhentu nemendum á forsetalista viðurkenningarskjöl. Ari Kristinn Jónsson, rektor, og Vaka Valsdóttir fluttu ávörp. 

Frumkvöðlaverðlaun Guðfinnu S. Bjarnadóttur voru afhent en þau hlýtur sá hópur sem er talinn hafa sett fram bestu viðskiptaáætlunina í námskeiðinu Nýsköpun og stofnun fyrirtækja. 

Við óskum þessum nemendum til hamingju með góðan árangur. 

Nemendum veittar viðurkenningar