Nemendur á forsetalista fá viðurkenningar
Viðja Karen Júlíusdóttir, nemi í heilbrigðisverkfræði, flutti ávarp nemenda.
Þeim nemendum sem komust á forsetalista fyrir haustönn 2014 voru afhentar viðurkenningar í gær, þriðjudaginn 17. febrúar. Nemendur sem bestum árangri ná á hverri önn eiga kost á að komast á forsetalista og fá skólagjöld næstu annar niðurfelld.
Við athöfnina flutti rektor HR, dr. Ari Kristinn Jónsson, ávarp. Deildarforsetar fjögurra deilda háskólans, viðskiptadeild, tölvunarfræðideild, lagadeild og tækni- og verkfræðideild, kynntu því næst þá nemendur sem eru á forsetalista fyrir námsárangur á haustönn 2014 og afhentu þeim viðurkenningarskjöl. Einnig voru veittir styrkir fyrir góðan námsárangur í frumgreinadeild.
Nemendur á forsetalista viðskiptadeildar ásamt deildarforseta Þórönnu Jónsdóttur.
Nemendur lagadeildar ásamt Sigurði Tómasi Magnússyni, prófessor.
Nemendur frumgreinadeildar ásamt Málfríði Þórarinsdóttur, forstöðumanni frumgreinadeildar.
Nemendur á forsetalista í tækni- og verkfræðideild með Guðrúnu Sævarsdóttur, deildarforseta.
Nemendur í tölvunarfræðideild ásamt Yngva Björnssyni, deildarforseta.
Fleiri myndir frá athöfninni er hægt að skoða á facebook-síðu HR hér