Fréttir eftir árum


Fréttir

Nemendur HR fá aðgang að HigherEd

5.9.2017

Nemendur Háskólans í Reykjavík geta nú sótt um starfsnám, störf og starfsþjálfun hvar sem er í heiminum í gegnum HigherEd-gáttina. Með aðgangi að gáttinni skapast fleiri tækifæri, til viðbótar við þau sem fyrir eru, fyrir nemendur HR að öðlast alþjóðlega reynslu og nýta námstímann sem best.

Meðal þess sem HigherEd býður upp á er 17 síðna skýrsla sem er byggð á niðurstöðu prófs sem tekið er á netinu og gefur notandanum betri sýn á styrkleika sína og veikleika sem starfsmanns. Þessi skýrsla er til persónulegra nota og henni er ekki deilt með háskólum eða fyrirtækjum.

Til að komast inn í gáttina þarf að virkja aðgang og skrá sig inn með lykilorði.

Þessi þjónusta stendur nemendum HR til boða þar sem háskólinn er, í gegnum viðskiptadeild, þátttakandi í EFMD-samstarfsnetinu. Nemendur geta einnig leitað að starfsnámi í Evrópu sem fyrr í gegnum Erasmus+, bent er á upplýsingar á vef alþjóðaskrifstofu HR.

Fara inn á HigherEd: