Fréttir eftir árum


Fréttir

Nemendur HR og LHÍ sýndu samstarfsverkefni

17.12.2015

Nemendur í tölvunarfræði við Háskólann í Reykjavík og nemendur í grafískri hönnun við Listaháskóla Íslands sýndu í gær, miðvikudag, afrakstur samvinnu undanfarinna þriggja vikna. Nemendurnir hafa þróað ýmis verkefni í gagnvirkum upplifunum og viðmótum. 

Meðal uppfinninganna eru gagnvirk tannburstun, vél sem les og þýðir handahreyfingar, sjóntrufluð upplifun í sýndarveruleika, skriftastóll sem gefur til baka, goðsagnarverur í sýndarveruleika, gagnvirkt teppi fyrir Alzheimer sjúklinga, smáforrit til að semja tónlist með hreyfingu, gagnvirk stoppistöð og tölvuleikur sem spilaður er með hljóði. 

Hægt er að sjá myndir frá kynningunni á Facebook-síðu HR

_A124082