Fréttir eftir árum


Fréttir

Nemendur hvattir til að fylgjast vel með veðrinu

10.12.2019

Gefin hefur verið út appelsínugul viðvörun vegna roks í dag, þriðjudaginn 9. desember. Reiknað er með að veðrið skelli á seinnipartinn og að vindur á höfuðborgarsvæðinu geti náð allt að 30 m/s. Samkvæmt upplýsingum á vef Veðurstofu Íslands verður hvassast vestan til í borginni, á Kjalarnesi og í Mosfellsbæ. Samgöngutruflanir eru líklegar á meðan veðrið gengur yfir og hætt er við foktjóni.

Bæjarfélög á höfuðborgarsvæðinu hafa aflýst tómstundastarfi og beðið foreldra um að ná í börn sín fyrir kl. 15 í dag. Nemendur eru þess vegnar hvattir til að fylgjast vel með veðrinu og veðurspá í dag og fara heim upp úr hádegi, sé þess kostur. Kennarar hafa verið beðnir um að veita nemendum svigrúm til að fara snemma heima. Prófum verður ekki frestað í dag en nemendum sem búa utan höfuðborgarsvæðisins verður gefinn kostur á að taka próf í sinni heimabyggð.

Sjá má upplýsingar um færð á vegum á vef Vegagerðarinnar