Fréttir eftir árum


Fréttir

Nemendur íþróttafræðideildar mæla áfram landsliðsfólkið

17.8.2021

Íþróttafræðideild HR og Handknattleikssamband Íslands undirrituðu nýverið nýjan samstarfssamning vegna mælinga á karlalandsliðum Íslands í handbolta. 

Niðurstöðurnar hafa meðal annars verið nýttar til að fylgjast með þróun leikmanna og útbúa viðmið sem gera leikmönnum kleift að sjá hvar þeir standa gagnvart hópnum og hvaða líkamlegu þætti þeir þyrftu að leggja aukna áherslu á. 

Steinunn Birta Haraldsdóttir mun hafa umsjón með mælingum á karlalandsliðunum en Ólafur Snorri Rafnsson hefur umsjón með mælingum á kvennalandsliðum Íslands.

Kona og karl handsala samningRóbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri HSÍ, og Hafrún Kristjánsdóttir, forseti íþróttafræðideildar Háskólans í Reykjavík handsala samninginn.  

Um er að ræða áframhald á samstarfi HR og HSÍ, en íþróttafræðideild hefur séð um mælingar á kvenna og karlalandsliðum Íslands síðastliðin fimm ár og í gildi er samningur um mælingar á kvennalandsliðum.