Fréttir eftir árum


Fréttir

Nemendur með bestan námsárangur fá niðurfelld skólagjöld annarinnar

6.11.2020

Nemendur við Háskólann í Reykjavík sem náðu bestum námsárangri á vorönn á þessu ári fá skólagjöld haustannarinnar niðurfelld í viðurkenningarskyni. 

Í venjulegu árferði fær hópur nemenda afhent viðurkenningarskjöl á Forsetalistaathöfn en eins og gefur að skilja vegna óvenjulegs námsmats á síðustu önn var ekki hægt að velja á listann samkvæmt reglum háskólans um Forsetalista. Nemendur hafa nú fengið viðurkenninguna senda í tölvupósti.

Við óskum nemendunum til hamingju með frábæran árangur.