Fréttir eftir árum


Fréttir

Nemendur og starfsfólk leystu vísnagátur á Degi íslenskrar tungu

28.11.2018

Í tilefni af degi íslenskrar tungu, 16. nóvember síðastliðinn, efndi frumgreinadeild Háskólans í Reykjavík til leiks þar sem nemendum og starfsfólki háskólans gafst tækifæri til að leysa nokkrar vísnagátur og finna góð íslensk orð yfir mikið notuð ensk orð.

Af þeim sem voru með rétt svör við vísnagátunum voru fjórir dregnir út og hlutu vinninga.

Þeir eru:

  • Bjarki Laxdal Baldursson, nemandi í hátækniverkfræði
  • Þórunn Hilda Jónasdóttir, verkefnastjóri við markaðs- og samskiptasvið HR
  • Svanhvít Lilja Ingólfsdóttir, nemandi í tölvunarfræði
  • Guðmundur Jón Arnkelsson, nemandi í rafiðnaðarfræði

Margar góðar hugmyndir komu fram um hvernig þýða mætti orðin story og pic mute og var úr vöndu að ráða. Dómnefnd frumgreinadeildar valdi eftirfarandi orð sem bestu íslensku orðin.

  • Ívar Örn Hauksson, nemandi í meistaranámi í lögfræði, fyrir orðið stikla (Instagram story eða facebook story)
  • Hákon Örn Árnason, doktorsnemi í verk- og tæknivísindum, fyrir orðið myndrof (pic mute)

 

Hópur fólks stendur saman fyrir framan jólatréVinningshafar ásamt fulltrúum frumgreinadeildar HR. Á myndina vantar Guðmund Jón Arnkelsson. 

 

Þeir sem lögðu til vinninga voru eftirtaldir:

  • Bragginn Bistro
  • Bóksala stúdenta

Frumgreinadeild Háskólans í Reykjavík þakkar öllum kærlega fyrir þátttökuna.