Fréttir eftir árum


Fréttir

Nemendur skipulögðu eina stærstu hakkarakeppni sem haldin hefur verið hér á landi

29.8.2016

Hin árlega IceCTF hakkarakeppni Háskólans í Reykjavík og Syndis var haldin 12. - 26. ágúst. Markmið keppninnar er að efla öryggisvitund á Íslandi og víðar á skemmtilegan hátt. Þeir James Elías Sigurðarson, Heiðar Karl Ragnarsson og Hlynur Óskar Guðmundsson standa fyrir keppninni. Ásamt því vinna þeir félagar hjá Syndis í hlutastarfi og stunda BSc-nám við tölvunarfræðideild Háskólans í Reykjavík. Þeir njóta einnig dyggrar aðstoðar dr. Ýmis Vigfússonar hjá Syndis sem er aðstoðarprófessor og kennari í tölvuöryggi við tölvunarfræðideild Háskólans í Reykjavík.

Skipuleggjendur keppninnarÞeir skipulögðu hakkarakeppnina: James, Heiðar og Hlynur.

Keppendur þurftu að setja sig í spor tölvuþrjóta og læra hvernig villur þarf að varast til að koma í veg fyrir að tölvuþrjótar geti brotist inn í kerfi. Áhugaverð og krefjandi verkefni voru í boði fyrir byrjendur sem og lengra komna. Yfir 3000 manns í um 1600 liðum víðsvegar að úr heiminum tóku þátt. Hörð barátta var háð um fyrsta sætið en það var liðið MegaByte sem stóð uppi sem sigurvegari. 

Vinningshafar í IceCTF keppninni

Sigurliðið MegaByte ásamt Yngva Björnssyni, forseta tölvunarfræðideildar HR.