Fréttir eftir árum


Fréttir

Nemendur verðlaunaðir fyrir framúrskarandi árangur

27.2.2019

Forsetalistaathöfn HR var haldin í gær, þriðjudag. Við athöfnina, sem haldin er tvisvar á ári, eru nemendur verðlaunaðir fyrir framúrskarandi árangur í námi og hljóta þar með styrki sem nema niðurfellingu skólagjalda næstu annar.

Ari Kristinn Jónsson, rektor HR, bauð nemendur og fjölskyldur þeirra velkomin á athöfnina og óskaði nemendum til hamingju.

Því næst afhentu deildarforsetar nemendum á forsetalista viðurkenningarskjöl. Þetta eru þeir nemendur sem ná hvað bestum árangri á hverju próftímabili, sem er yfirleitt ein önn. Að því loknu fengu nemendur í frumgreinadeild viðurkenningar fyrir góðan námsárangur. Eftir athöfnina var boðið upp á léttar veitingar. 


DSCF8504Nemendur á forsetalista í tækni- og verkfræðideild ásamt dr. Ágústi Valfells, deildarforseta.

Nemendur á forsetalista í tækni- og verkfræðideild: Bergsteinn Ingólfsson, Grzegorz Modelski, Guðmundur Jón Arnkelsson, Hákon Ingi Stefánsson, Óskar Maríus Blomsterberg, Sveinn Halldór Skúlason, Gunnar Ari Kristjánsson, Haraldur Holgersson, Viðar Gauti Önundarson, Elín Lára Reynisdóttir, Þóra Kristín Jónsdóttir, Ásmundur Hálfdán Ásmundsson, Jón Bergur Helgason, Björgvin Grétarsson, Auðunn Herjólfsson, Ingi Svavarsson, Axel Ólafsson, Björn Vilhelm Ólafsson, Helena Sveinborg Jónsdóttir, Katla Kristín Guðmundsdóttir, Viktor Ingi Ágústsson, Guðmundur Helgi Róbertsson, Kristjana Ósk Kristinsdóttir, Orri Steinn Guðfinsson, Anton Orri Kristjánsson, Brynja Dagmar Jakobsdóttir, Heiðar Snær Jónasson, Jóna Elísabet Sturludóttir.


DSCF8423Nemendur á forsetalista í lagadeild ásamt dr. Ragnhildi Helgadóttur, deildarforseta. 

Nemendur á forsetalista í lagadeild: Anna Sofía Rosdahl, Hekla Bjarnadóttir, Ólafur Hrafn Kjartansson, Íris Þóra Júlíusdóttir, Bryndís Gyða Michelsen, Esther Ýr Óskarsdóttir.


DSCF8438Nemendur á forsetalista í viðskiptadeild ásamt dr. Páli Melsted Ríkharðssyni, deildarforseta.

Nemendur á forsetalista í viðskiptadeild: Elín Helga Lárusdóttir, Helgi Gunnar Jónsson, Davíð Björnsson, Kristófer Eyleifsson, Einar Gylfi Harðarson, Alexander Giess, Inga Katrín Guðmundsdóttir, Jóhanna Margrét Gunnarsdóttir, Karen Kristinsdóttir.

DSCF8463Nemendur á forsetalista í tölvunarfræðideild ásamt dr. Gísla Hjálmtýssyni, deildarforseta.

Nemendur á forsetalista í tölvunarfræðideild: Ólafur Andri Davíðsson, Guðni Natan Gunnarsson, Kristján Ari Tómasson, Hilmar Páll Stefánsson, Róbert Elís Villalobos, Þór Breki Davíðsson, Guðrún Helga Finnsdóttir, Petra Kristín Frantz, Þórður Friðriksson, Guðjón Björnsson, Baldur Þór Haraldsson, Hallgrímur Snær Andrésson, Ingi Þór Sigurðsson, Daniel Már Bonilla, Viktor Sveinsson, Gunnar Örn Baldursson, Matthías Davíðsson, Alexander Jósep Blöndal, Arnar Þórðarson, Unnur Lára Halldórsdóttir, Unnsteinn Garðarsson, Sæþór Hallgrímsson, Tómas Hrafn Jóhannesson.

DSCF8525Nemendur á forsetalista í frumgreinadeild ásamt Málfríði Þórarinsdóttur, forstöðumanni deildarinnar.

Nemendur á forsetalista í frumgreinadeild: Davíð Sæmundsson, Jóhannes Geir Ólafsson.

DSCF8530Þóra Kristín Jónsdóttir nemi á þriðja ári í íþróttafræði hélt ávarp nemenda.