Nemendur verðlaunaðir fyrir góðan árangur
Þeir nemendur sem bestum árangri ná á hverri önn eiga þess kost að komast á forsetalista og fá skólagjöld næstu annar niðurfelld.
Deildarforsetar fjögurra akademískra deilda háskólans, lagadeild, tækni- og verkfræðideild, tölvunarfræðideild og viðskiptadeild, afhentu nemendunum viðurkenningarskjöl.
Anna Bragadóttir, kennari, afhenti nemendum í frumgreinanámi viðurkenningar fyrir góðan námsárangur.
Rektor HR veitti viðurkenningar fyrir nýnemastyrki í grunnnámi og Anna Björg Guðjónsdóttir veitti hvatningarverðlaun bókaútgáfunnar Codex.
Tómas Ken Magnússon, nemi við tölvunarfræðideild, flutti ávarp nemenda.
Nemendur í frumgreinadeild ásamt Önnu Bragadóttur.
Nemendur í lagadeild ásamt deildarforseta, Ragnhildi Helgadóttur.
Nemendur í tölvunarfræðideild ásamt deildarforseta, Yngva Björnssyni.
Nemendur í tækni- og verkfræðideild ásamt deildarforseta, Guðrúnu A. Sævarsdóttur.
Nemendur í viðskiptadeild ásamt deildarforseta, Þórönnu Jónsdóttur.
Nemendur sem hljóta nýnemastyrki ásamt rektor HR, Ara Kristni Jónssyni.
Vilja nýta bleikjuna betur
BleikFisk hlaut Frumkvöðlaverðlaun Guðfinnu S. Bjarnadóttur. Þau verðlaun hljóta nemendur Háskólans í Reykjavík sem leggja fram bestu viðskiptaáætlun í verkefnum innan skólans á ári hverju. Hugmyndin sem hlaut verðlaun úr sjóðnum árið 2014 var hugmynd hóps sem heitir BleikFisk. Í hópnum eru þau Bergur Ástráðsson, Birkir Helgason, Guðbjörg Erla Ársælsdóttir, Halldóra Ársælsdóttir, Hrannar Guðmundsson og Snorri Pétur Níelsson. Hópurinn sá tækifæri í slæmri nýtingu á bleikju en rúmlega 43% af heildarþyngd fisksins hefur hingað til verið fargað í vinnsluferlinu. Að Guðfinnuverðlaununum standa Bakkavör, Viðskiptaráð Íslands og Háskólinn í Reykjavík.
BleikFisk-hópurinn með Guðfinnu S. Bjarnadóttur (t.v.) og Hildi Árnadóttur frá Bakkavör.