Fréttir eftir árum


Fréttir

Nemendur verðlaunaðir fyrir góðan árangur

6.10.2014

Þeir nemendur sem bestum árangri ná á hverri önn eiga þess kost að komast á forsetalista og fá skólagjöld næstu annar niðurfelld.

Deildarforsetar fjögurra akademískra deilda háskólans, lagadeild, tækni- og verkfræðideild, tölvunarfræðideild og viðskiptadeild, afhentu nemendunum viðurkenningarskjöl.

Anna Bragadóttir, kennari, afhenti nemendum í frumgreinanámi viðurkenningar fyrir góðan námsárangur.

Rektor HR veitti viðurkenningar fyrir nýnemastyrki í grunnnámi og Anna Björg Guðjónsdóttir veitti hvatningarverðlaun bókaútgáfunnar Codex.

Tómas Ken Magnússon, nemi við tölvunarfræðideild, flutti ávarp nemenda.

Nemendur í frumgreinadeildNemendur í frumgreinadeild ásamt Önnu Bragadóttur.

Nemendur í lagadeildNemendur í lagadeild ásamt deildarforseta, Ragnhildi Helgadóttur.

Nemendur í tölvunarfræðideildNemendur í tölvunarfræðideild ásamt deildarforseta, Yngva Björnssyni.

Nemendur í tækni- og verkfræðideildNemendur í tækni- og verkfræðideild ásamt deildarforseta, Guðrúnu A. Sævarsdóttur.

Nemendur í viðskiptadeildNemendur í viðskiptadeild ásamt deildarforseta, Þórönnu Jónsdóttur.

Nemendur sem hljóta nýnemastyrkNemendur sem hljóta nýnemastyrki ásamt rektor HR, Ara Kristni Jónssyni.

Vilja nýta bleikjuna betur

BleikFisk hlaut Frumkvöðlaverðlaun Guðfinnu S. Bjarnadóttur. Þau verðlaun hljóta nemendur Háskólans í Reykjavík sem leggja fram bestu viðskiptaáætlun í verkefnum innan skólans á ári hverju. Hugmyndin sem hlaut verðlaun úr sjóðnum árið 2014 var hugmynd hóps sem heitir BleikFisk. Í hópnum eru þau Bergur Ástráðsson, Birkir Helgason, Guðbjörg Erla Ársælsdóttir, Halldóra Ársælsdóttir, Hrannar Guðmundsson og Snorri Pétur Níelsson. Hópurinn sá tækifæri í slæmri nýtingu á bleikju en rúmlega 43% af heildarþyngd fisksins hefur hingað til verið fargað í vinnsluferlinu. Að Guðfinnuverðlaununum standa Bakkavör, Viðskiptaráð Íslands og Háskólinn í Reykjavík.

BleikFisk hlaut Guðfinnuverðlaunin í árBleikFisk-hópurinn með Guðfinnu S. Bjarnadóttur (t.v.) og Hildi Árnadóttur frá Bakkavör.