Fréttir eftir árum


Fréttir

Ninja Ýr nýr forstöðumaður fjármála

7.9.2021

Ninja Ýr Gísladóttir fjármálastjóri Háskólans í Reykjavík

Ninja Ýr Gísladóttir hefur við ráðin forstöðumaður fjármála Háskólans í Reykjavík og hefur hafið störf. Hún hefur starfað sem sérfræðingur á fjármálasviði Arion banka undanfarin 15 ár og m.a. haldið utan um viðskiptaáætlun bankans, arðsemisgreiningar, innleiðingu á beyond budgeting ásamt margs konar greininga- og umbótavinnu. Starf forstöðumanns fjármála heyrir undir framkvæmdastjóra rekstrar.

Ninja er viðskiptafræðingur frá Háskólanum í Reykjavík og lauk meistaranámi í fjármálum fyrirtækja frá Háskóla Íslands árið 2013.