Fréttir eftir árum


Fréttir

Brautskráning nemenda frumgreinadeildar

20.1.2014

Háskólinn í Reykjavík brautskráði á laugardag 31 nemanda með frumgreinapróf. Brautskráningin fór fram í Sólinni í húsakynnum Háskólans í Reykjavík í Nauthólsvík.

Við athöfnina voru flutt ávörp. Af hálfu eldri nemenda talaði Sigrún Sigurhjartardóttir, iðnaðar- og byggingartæknifræðingur. Sigrún er gæða- og öryggisstjóri  hjá Björgun Holding sem er móðurfélag  BM- Vallár, Björgunar og Sementsverksmiðjunnar. Guðmundur Ingi Jóhannesson flutti ávarp fyrir hönd útskriftarnema. Tónlistaratriðið var að þessu sinni í höndum Sigríðar Thorlacius söngkonu.

Útskrift frumgreina janúar 2014

Við brautskráninguna hlaut Hákon Valur Haraldsson viðurkenningu Samtaka iðnaðarins fyrir bestan árangur í frumgreinanámi. Hann hlaut jafnframt viðurkenningu  fyrir ágætan árangur í ensku og raungreinum. Guðjón Þór Ólafsson fékk viðurkenningu fyrir ágætan árangur í raungreinum. Kristján Eyþór Eyjólfsson  hlaut viðurkenningu þýska sendiráðsins fyrir ágætan árangur í þýsku og Svana Helgadóttir hlaut viðurkenningu fyrir ágætan árangur í íslensku. Eftir að nemendur höfðu fengið skírteini sín talaði rektor Háskólans í Reykjavík, dr. Ari Kristinn Jónsson.

Útksrift frumgreina janúar 2014

Dr. Ari Kristinn Jónsson, rektor HR.

Útskrift frumgreina janúar 2014

Málfríður Þórarinsdóttir, forstöðumaður frumgreinadeildar.

Útskrift frumgreina janúar 2014