Fréttir eftir árum


Fréttir

Vel sóttir Framadagar

6.2.2014

Þetta var í 20. skipti sem alþjóðlegu stúdentasamtökin AIESEC héldu viðburðinn. Um 60 fyrirtæki tóku þátt í ár sem er metfjöldi. Meðal þeirra sem kynntu starfsemi sína voru EFTA og Félag Sameinuðu þjóðanna.

Framadagar 2014Arna Hrund Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Framadaga Háskólanna 2014, Ari Kristinn Jónsson, rektor HR og Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra.

Reynsla fyrri ára hefur sýnt að fyrirtæki hafa nýtt Framadaga bæði til að ráða til sín sumarstarfsmenn en einnig starfsmenn til framtíðar. Viðburðurinn hófst með setningarathöfn þar sem Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnar- og viðskiptaráðherra og verndari Framadaga, flutti ávarp. Fjöldi áhugaverðra fyrirlestra var á dagskrá og töluðu meðal annars fulltrúar Bláa lónsins, Saga Film, VR og stúdentaþjónustu HR. Strætisvagn á vegum Framadaga ók á milli Háskóla Íslands og Háskólans í Reykjavík, farþegum að kostnaðarlausu, og var sú þjónusta vel nýtt.

Framadagar2014Cell 7 sá um tónlistina.