Fréttir eftir árum


Fréttir

Rannsóknir tækni- og verkfræðideildar styrktar af Orkurannsóknasjóði

14.2.2014

Sjöunda úthlutun Orkurannsóknasjóðs Landsvirkjunar fór fram í Háskólanum í Reykjavík þann 5. febrúar sl. Úthlutað var 56 milljónum til margvíslegra verkefna á sviði umhverfis- og orkumála.

Styrkhafar OrkurannsóknasjóðsMeðal styrkhafa í ár eru Eyþór Rafn Þórhallsson, dósent við tækni- og verkfræðideild, sem vinnur að verkefninu „Öruggari og áreiðanlegri mannvirki með hliðsjón af hliðsjón af jarðskjálftaáraun,“ í samvinnu við Rannsóknamiðstöð Háskóla Íslands í jarðskjálftaverkfræði. Fjóla Guðrún Sigtryggsdóttir, verkfræðingur, í samstarfi við Vísinda- og tækniháskólann í Þrándheimi, Háskóla Íslands og Háskólann í Reykjavík hlaut styrk fyrir verkefnið „Jarðvárvöktun virkjanalóna og tölfræðileg greining mæligagna og stíflna“. Einnig hlaut Sunna Ólafsdóttir Wallevik, Nýsköpunarmiðstöð Íslands í samstarfi við Háskólann í Reykjavík, styrk fyrir verkefnið „Ný íslensk borholusteypublanda með nýju sementi – Frekari viðbrögð vegna lokunar sementsverksmiðjunnar á Akranesi".

Jafnframt hlaut Ágúst Valfells, dósent við tækni- og verkfræðideild HR, styrk fyrir rannsókn sína sem unnin er í samvinnu við Háskóla Íslands og Landsvirkjun.

Markmið Orkurannsóknarsjóðs er að veita styrki til námsmanna, rannsóknarverkefna á vegum háskóla, stofnana, fyrirtækja og einstaklinga sem vinna að rannsóknum á sviði umhverfis og orkumála.