Fréttir eftir árum


Fréttir

Fjölmenni í HR á Háskóladeginum

3.3.2014

Háskóladagurinn 2014Á Háskóladeginum kynntu allir skólar landsins á háskólastigi námsframboð sitt og var hægt að sækja kynningar í Háskólanum í Reykjavík, Háskóla Íslands og Listaháskólanum. Einnig var dagskrá í Háskólabíói.Háskóladagurinn 2014

Nemendur og kennarar kynntu námsbrautir HR og svöruðu spurningum gesta á kynningarbásum í Sólinni. Jafnframt voru kynningar á grunn- og meistaranámi í skólastofum og fyrirlestur hjá námsráðgjafa um áhugasviðspróf. Í Sólinni sýndu nemendur verkefni sem þeir hafa unnið í náminu eins og loftbíla, sýndarheima, tölvuleiki, róbota og þrívíddarprentara.

Dagskrá var á sviðinu í Sólinni þar sem flutt var verkið Calmus Automata - samstarfsverkefni HR og Listaháskóla Íslands. Um er að ræða byltingarkennda nýjung í hugbúnaði sem semur og spilar tónlist í rauntíma með aðstoð gervigreindar. Hljómsveitin Vök tók nokkur lög og börnin gerðu tilraun með Vísinda-Villa. Í skólastofum var boðið upp á námskeið fyrir börn í LEGO og forritun með fyrirtækinu Skema.