Fréttir eftir árum


Fréttir

Verkefnastjóri á skrifstofu tölvunarfræðideildar

4.3.2014

Tölvunarfræðideild Háskólans í Reykjavík leitar að kraftmiklum einstaklingi í fjölbreytt og krefjandi starf verkefnastjóra í tölvunarfræði. Starfið felst fyrst og fremst í samskiptum og þjónustu við nemendur og kennara deildarinnar.

STARFSSVIÐ
• Þjónusta og samskipti við nemendur og kennara.
• Umsjón með ýmis konar gagnaöflun og samantekt tölulegra upplýsinga.
• Utanumhald umsókna, forsetalista, bókalista og skráningu námskeiða.
• Aðstoð við kynningu á náminu, t.a.m. með þátttöku í nýnemadögum, Háskóladeginum, Forritunarkeppni framhaldsskólanna og umsjón með kynningum á framhaldsnámi.
Í boði er spennandi starf í metnaðarfullu og lifandi háskólaumhverfi. Starfið  veitir ýmis tækifæri til að sýna frumkvæði með það að markmiði að skapa framúrskarandi náms- og vinnuumhverfi fyrir nemendur.

HÆFNISKRÖFUR
• Háskólapróf, gjarnan tölvunarfræði.
• Rík þjónustulund og lipurð í mannlegum samskiptum.
• Mikil skipulagshæfni.
• Frumkvæði og sveigjanleiki í starfi.
• Fagmennska og vilji til að veita frábæra þjónustu.
• Mjög góð enskukunnátta er skilyrði.
 
Nánari upplýsingar um starfið veitir Sigrún María Ammendrup (sma@ru.is) skrifstofustjóri tölvunarfræðideildar Háskólans í Reykjavík.
Umsóknum skal skilað á vef  Háskólans í Reykjavík, http://www.ru.is/lausstorf fyrir 14. mars 2014. Farið er með allar fyrirspurnir og umsóknir sem trúnaðarmál.