Fréttir eftir árum


Fréttir

Eimar olíu úr gömlum bíldekkjum

12.3.2014

Meistaranemi í vélaverkfræði við tækni- og verkfræðideild HR hefur hannað hitasundrunartæki sem eimar olíu úr bíldekkjum. Hann segir uppfinninguna vera græju sem sé sérstakleg hönnuð til að endurvinna efni sem erfitt sé að endurvinna.

Í BSc-námi sínu í tæknifræði bjó Jóhannes Einar Valberg til þurreimara sem eimar bíldekk svo úr verða gös og olía. Þannig má endurvinna hjólbarða niður í brennanleg gös, olíu stálvíra og kol. Olían sem fékkst var prófuð á dísilvél í 50% hlutfalli við dísilolíu og virðast fyrstu niðurstöður prófana sína að olía fengin með þessum hætti sé vel nýtanleg á vélar. Jóhannes mun þróa kerfið áfram í meistaranáminu með aðstoð fræðimanna deildarinnar.

Jóhannes Einar Valberg

Hjólbarðar eru sérstaklega erfiðir í endurvinnslu sökum þess að þeir eru hannaðir til að standast mikið álag og eru því mjög sterkbyggðir.

Jóhannes Einar sýndi þessa uppfinningu sína í kvöldfréttatíma Sjónvarpsins þann 11. mars sl.