Fréttir eftir árum


Fréttir

Skráning í Forritunarkeppni framhaldsskólanna í HR

20.3.2014

Aldrei hafa jafn mörg lið verið skráð í Forritunarkeppni framhaldsskólanna í HR en þetta árið. Keppnin fer fram næstu helgi en í henni geta tekið þátt allir nemendur í framhaldsskólum sem hafa áhuga á hönnun, forritun og tölvum.

Nú er búið að loka fyrir skráningu í keppnina. Öll lið sem skráð eru til keppni eiga að vera búin að fá sendar upplýsingar í tölvupósti um tilhögun keppninnar. Ef einhverjir eru búnir að skrá sig og sjá ekki nafn sins liðs hér á þessum lista, vinsamlega hafið samband við Sigrúnu Maríu Ammendrup, skrifstofustjóra tölvunarfræðideildar: sma@ru.is.

Í heimi sem er fullur af núllum og einum, ert þú núll eða ert þú sá Eini?

Í ár er þema keppninnar The Matrix. Keppt er í þremur deildum; Neo-deildinni, Trinity-deildinni og Morpheus-deildinni, en þrautir og viðfangsefni eru mismunandi eftir deildum. Liðin velja svo sjálf í hvaða deild þau keppa.

Í fyrri keppnum hafa liðin til dæmis þurft að skrifa forrit sem leysa þessi verkefni:

  • Telja hversu oft 13. dagurinn í mánuðinum er föstudagur (föstudagurinn þrettándi) næstu 10 þúsund ár
  • Finna leið til að færa riddara frá einum enda skákborðs yfir á hinn endann í sem fæstum skrefum
  • Athuga hvort tala sé frumtala
  • Skoða allskyns stærðfræðifyrirbæri

Eins og fyrri ár verða veitt verðlaun fyrir besta lið hverrar deildar, fyrir frumlegustu lausnina og besta lógó liðanna. Það eru HR og Nýherji sem standa að keppninni.


Forritunarkeppni framhaldsskólanna í HR

Frekari upplýsingar: