Fréttir eftir árum


Fréttir

Tækniskólinn og MR sigursælastir

24.3.2014

Metþátttaka var í Forritunarkeppni framhaldsskólanna í HR sem haldin var um helgina. Keppt var í þremur deildum þar sem keppendur eiga að leysa ýmis forritunarverkefni og þrautir sem eru mismunandi eftir því í hvaða deild er keppt í. Það eru kennarar og nemendur tölvunarfræðideildar HR sem semja þrautirnar og dæma í keppninni.

Liðið Smyrsl frá Menntaskólanum í Reykjavík vann Neo-deild og lið frá Tækniskólanum unnu Trinity- og Morpheus-deildir. Alls voru lið frá Tækniskólanum í 7 af 10 verðlaunasætum sem voru í boði og höfnuðu lið frá MR í hinum þremur sætunum.

Forritunarkeppni framhaldsskólanna í HR


Liðið Smyrsl frá Menntaskólanum í Reykjavík.

Forritunarkeppni framhaldsskólanna


Liðið FMJ frá Tækniskólanum sem sigraði í Morfeus- deildinni.

Forritunarkeppni framhaldsskólanna
Sigurvegararnir í Trinity-deildinni, frá Tækniskólanum.

Keppnin er fyrir alla nemendur í framhaldsskólum sem hafa áhuga á hönnun, forritun og tölvum. Það eru HR og Nýherji sem standa að keppninni.