Fréttir eftir árum


Fréttir

Hringekjan sló í gegn eins og fyrri ár

27.3.2014

Markmiðið með Hringekjunni er að gefa krökkum nýja sýn á heim tækninnar og vekja forvitni þeirra og áhuga á tækni- og raungreinum. Lögð er áhersla á að sýna þeim leiðir til að nýta tæknina til að skapa, leysa verkefni og öðlast frekari skilning á ólíkum viðfangsefninu. Kennarar úr tækni- og verkfræðideild og tölvunarfræðideild HR taka þátt í verkefninu og það var 10. bekkur Seljaskóla sem tók þátt þetta árið.

Hringekjan

Þau verkefni sem krakkarnir í ár leystu voru eftirfarandi:

Geta vélar hugsað?

Gervigreindarrannsóknir snúast um að gera vélar sífellt færari í að skynja umhverfið, taka sjálfstæðar ákvarðanir, og stjórna hreyfingum og aðgerðum. Hvar endar það? Hvernig verða vélmenni framtíðarinnar? Við munum ýmsar hliðar gervigreindartækninnar og velta fyrir okkur heimspekilegum spurningum um hugsun.Leiðbeinandi: Kristinn R. Þórisson, tölvunarfræðideild.

Hringekjan

Eldflaugar

Verkefnið snýst um að smíða vatnsknúna eldflaug og skjóta henni á loft. Í upphafi tímans var farið stuttlega yfir hvernig eldflaugar virka. Síðan unnu nemendur í 4-5 manna hópum og settu saman eldflaug úr gosflöskum og pappír. Í lokin var farið út þar sem öllum eldflaugunum var skotið á loft með þrýstilofti og vatni. Leiðbeinandi: Ágúst Valfells, tækni- og verkfræðideild.

Hringekjan

Góð upplifun af notkun tölvukerfa

Þegar tölvukerfi er hannað skiptir miklu máli að skoða til hvers notendur vilja nota það. Einnig þarf upplifunin að notkun tölvukerfisins að vera góð fyrir notendurna. Til að tryggja að hönnunin verði góð, hefur reynst vel að biðja notendur að taka þátt við hönnunina. Leiðbeinandi: Marta Kristín Lárusdóttir, tölvunarfræðideild.

Iðnaðarstýringar

Verkefnið fólst í því að nemendur fengu í hendur loft/rafstýrðan búnað sem stýra má með tölvu. Nemendurnir fá búnaðinn í lokuðum kassa þannig að þeir vita ekkert hvað er í kassanum fyrr en þeir opna hann. Leiðbeinandi: Indriði Sævar Ríkharðsson, tækni- og verkfræðideild.

Myndaleit

Stór hluti af gögnum á vefnum eru myndir en það er mun erfiðara að leita að myndum á netinu en texta. Í tímum var talað um nokkrar mismunandi aðferðir til að finna myndir eftir innihaldi þeirra og ýmsar aðferðir prófaðar. Leiðbeinandi:Björn Þór Jónsson, tölvunarfræðideild.

Hringekjan