Fréttir eftir árum


Fréttir

Undanþágur frá sjávarútvegsstefnu styrkja málstað Íslands

8.4.2014

Bjarni Már Magnússon, lektor við lagadeild HR, er einn höfunda skýrslu sem unnin var á vegum Alþjóðamálastofnunar HÍ um aðildaviðræður Íslands við Evrópusambandið. Hann greindi frá niðurstöðum skýrslunnar í Kastljósi í gærkvöldi.

Skýrslan var kynnt í gærmorgun en hún var unnin fyrir ASÍ, Félag atvinnurekenda, Samtök atvinnulífsins og Viðskiptaráð Íslands. Pia Hanson, forstöðumaður Alþjóðastofnunar, sat fyrir svörum í Kastljósi á RÚV í gær ásamt Bjarna Má. Í viðtalinu segir Pia að til stofnunarinnar hafi verið leitað vegna skýrslugerðarinnar því aðilar atvinnulífs og vinnumarkaðar hafi viljað svör við ákveðnum spurningum og hafi viljað skoða vel þessi helstu álitaefni sem séu alltaf að koma upp um Evrópumál á Íslandi. Nefndi hún í því samhengi sjávarúvegsmálin, landbúnaðarmálin og peningamálin. „Þetta er það sem fólk vill vita meira um“.

Bjarni Már Magnússon

Bjarni Már er höfundur þess hluta skýrslunnar sem snýr að sjávarútvegsmálum.  „Aðildarviðræðurnar í sjávarútvegi hófust aldrei, þannig að allt sem sagt er byggist á misgóðum getgátum.“

Hann segir því hægt að leiða líkum að því að Íslendingar gætu beitt fyrir sig fordæmum í samningaviðræðum, ef til þeirra kæmi. Þar skipti meðal annars landfræðileg lega ríkisins máli. „Meginhugsunin á bak við sjávartuvegsstefnu ESB er að þarna eru eru ríki sem egia landamæri hvert að öðru og veiða úr sömu stofnum. Það er augljóst að Ísland á ekki landamæri að öðrum aðildarríkjum ESB og veiðir fyrst og fremst úr staðbundnum stofnum í sinni fiskveiðilögsögu. Þar af leiðandi á þessi grunnhugmynd ekki við.“  Hann sagði sjávarútvegsstefnuna innihalda um 20 undanþágur eða reglur sem gætu stutt við málstað Íslands.

Í skýrslunni kemur fram að það sé tilfinning höfunda hennar að vilji sé hjá embættismönnum í Brussel til að semja um málin. „Það má segja að maður verður var við að þar er hugsað í lausnum,“ sagði Bjarni.