Fréttir eftir árum


Fréttir

Forseti lagadeildar og tæknimaður á upplýsingatæknisviði

11.4.2014

Forseti lagadeildar

Háskólinn í Reykjavík leitar að metnaðarfullum einstaklingi með brennandi áhuga á að leiða áframhaldandi þróun og uppbyggingu öflugrar lagadeildar HR. Deildarforseti ber ábyrgð á rekstri deildarinnar og leiðir akademískt starf hennar. Deildarforseti heyrir undir rektor og situr í framkvæmdastjórn Háskólans í Reykjavík.

LEITAÐ ER AÐ EINSTAKLINGI MEÐ:

Hæfni til að vinna að stefnumótun og uppbyggingu liðsheildar.
Doktorspróf á sviði lögfræði.
Reynslu af rannsóknum og kennslu á háskólastigi.
Reynslu af stjórnun, rekstri og mannaforráðum.
Hagnýta reynslu úr atvinnulífi eða af samstarfi við atvinnulífið.
Reynslu af alþjóðlegum vettvangi.

Innan lagadeildar er fengist við kennslu og rannsóknir í lögfræði. Boðið er upp á nám á BA, ML- og PhD-stigi. Um 360 nemendur stunda nám við deildina og eru fastir starfsmenn 17 talsins auk fjölda stundakennara.

Nánari upplýsingar um starfið veitir Ari Kristinn Jónsson, rektor (ari@ru.is), sími 599 6200. Umsóknum skal skilað á vef Háskólans í Reykjavík, ru.is/lausstorf, hér að neðan, fyrir 5. maí 2014. Fylgigögn skal hengja við umsóknareyðublað en þau má einnig senda á mannaudur@ru.is eða til Háskólans í Reykjavík, Menntavegi 1, 101 Reykjavík, merkt „Starf deildarforseta“. Einungis umsóknir sem berast í gegnum umsóknarkerfið eru teknar til greina.  Allar fyrirspurnir og umsóknir verða meðhöndlaðar sem trúnaðarmál.


Tæknimaður upplýsingatæknisviðs

Upplýsingatæknisvið Háskólans í Reykjavík leitar að kraftmiklum starfsmanni í þjónustuteymi sitt.
Starfið felst í daglegri tölvu- og tækniþjónustu við nemendur og starfsmenn HR. 

Hæfniskröfur           

Góð þekking á Mac OS og Windows stýrikerfum
Prófgráður í Mac og PC eru kostur
Önnur reynsla sem nýtist í starfi
Framúrskarandi þjónustulund
Góð íslensku- og enskukunnátta
Við leitum að einstaklingi sem býr yfir ríkri þjónustulund og hefur ánægju af mannlegum samskiptum, er áreiðanlegur, skipulagður og sjálfstæður í starfi. Í boði er spennandi starf í lifandi og metnaðarfullu háskólaumhverfi. Starfið veitir  veitir ýmis tækifæri til að sýna frumkvæði til að skapa framúrskarandi náms- og starfsumhverfi fyrir nemendur og starfsmenn.
 
Umsóknir skulu fylltar út á vef HR hér að neðan. Nánari upplýsingar um starfið veitir Arnar Egilsson, þjónustustjóri, og er hægt að senda fyrirspurnir á arnar@ru.is. Umsóknarfrestur er til 23. apríl 2014.