Fréttir eftir árum


Fréttir

Varði doktorsritgerð í lögum frá Háskólanum í Lundi

5.5.2014

Gunnar Þór Pétursson, dósent við lagadeild HR, varði doktorsritgerð sína „The Proportionality Principle as a Tool for Disintegration in EU Law  – of Balancing and Coherence in the Light of the Fundamental Freedoms“ við lagadeild Háskólans í Lundi, Svíþjóð, mánudaginn 28. apríl sl.

Gunnar Þór PéturssonGunnar Þór hefur jafnframt skrifað og gefið út greinar um stöðu mannréttindareglna í Evrópurétti í samstarfi við aðra fræðimenn í Evrópu. Gunnar Þór hefur lagt áherslu á evrópskan stjórnskipunarrétt í rannsóknum sínum en hann hefur að eigin sögn áhuga á fræðasviðinu sökum þess að það liggur á mörkum landsréttar og þjóðaréttar.

Andmælandi við vörnina var dr. Janneke Gerards, Radboud University, Hollandi, og prófnefndarmenn voru dr. Ulf Bernitz, Stockholm University, dr. Jenny Julén Votinius, dósent, Lund University, og dr. Dominique Ritleng, University of Strasbourg. Aðalleiðbeinandi var dr. Xavier Groussot, og aðstoðarleiðbeinandi, dr. Davíð Þór Björgvinsson.