Fréttir eftir árum


Fréttir

400 háskólanemar og 66 hugmyndir

20.5.2014

Námskeiðið veitir nemendum þekkingu sem nýtist þegar út í atvinnulífið er komið og hæfni sem er til þess fallin að skapa störf í samfélaginu um leið og stofnað er til rekstrar.

Hópavinnan

Þurfa að halda lyftukynningar

Meðal þess sem nemendurnir fást við er hugmyndavinna og framsetning á viðskiptahugmyndinni. Þeir kynna verkefnið reglulega með svokölluðum lyftukynningum þar sem ein mínúta gefst til að þess að „selja“ hugmyndina hugsanlegum fjárfestum. Einnig gera teymin frumeintak af nýju vörunni til að fá enn meiri reynslu af því að gera hugmynd að veruleika. Þeir þurfa ennfremur að sýna fram á að hugmyndin skili hagnaði.

Lyftukynning

Verðlaunahugmyndirnar

Nokkrar hugmyndir voru tilnefndar til Guðfinnuverðlaunanna sem bera nafn Guðfinnu Bjarnadóttur, fyrrverandi rektors HR. Stofnað var til þeirra árið 2007 með það að markmiði styðja við frumkvöðlastarf og nýsköpun nemenda við HR. Þær eru, settar fram hér af handahófi:

Tjónið: Tjónaskýrsla í snjallsímum sem app. Einstaklingur getur fyllt út skýrslu, sett inn myndir af atviki samstundis og sent til tryggingafélags.

Fönix: Fjöltengi með aukaeiningum sem gerir notandanum kleift að hafa það misstórt.

Shape Sense: Bakmælir sem gerir notanda viðvart þegar hann er með óæskilega sveigju á hryggnum.

Clean My Recycle: Tæki sem gerir fólki kleift að þrífa umbúðir á einfaldan máta. Ætlunin er að hafa tækið staðsett við hlið flokkunartunna. Lesa umfjöllun Austurgluggans um Clean My Recycle

HópavinnanNavi Tech: Armband með innbyggðu GPS tæki sem auðveldar leit að fólki sem týníst í sjó auðveldari, sérstaklega með tilliti til sjómanna. Lesa umfjöllun Kjarnans um Navi Tech

BleikFisk: Hópurinn sá tækifæri í slæmri nýtingu á bleikju en rúmlega 43% af heildarþyngd fisksins er fargað. Lesa umfjöllun á vísi.is um BlekFisk

All Alert: App sem einfaldar daglegt líf einstaklinga með fæðuofnæmi. Lesa umfjöllun mbl.is um All Alert

Skottið sýnir samfélagslega ábyrgð

Hópur sem stendur að verkefni sem kallast Skottið fékk sérstaka viðurkenningu fyrir samfélagslega ábyrgð en hann þróaði hugmynd að hundadagvistun.

Hóparnir sem fengu viðurkenningar

Viðtöl við nemendur