Hugmyndaríkir grunnskólanemendur fá viðurkenningar
Tilgangur keppninnar er að efla nýsköpunarstarf í grunnskólum og gera börnum grein fyrir sköpunargáfu sinni og hvernig megi þroska hana í gegnum vinnu með eigin hugmyndir. Til leiðsagnar í vinnusmiðjum voru kennarar og nemendur HR og HÍ, fulltrúar frá SKEMA, FAFU og JCI á Íslandi.
1800 þátttakendur í upphafi keppni
Afhending verðlauna fór fram í lokahófi Nýsköpunarkeppni grunnskólanemenda síðastliðinn sunnudag en keppnin var nú haldin í 23. sinn. Athöfnin fór fram í Sólinni en HR er einn af bakhjörlum keppninnar. Ellefu þátttakendur fengu verðlaun fyrir hugmyndir sínar af þeim 39 þátttakendum sem tóku þátt í úrslitum. Í ár bárust hugmyndir frá 1800 þátttakendum frá 32 grunnskólum sem kenna á miðstigi, víða um land. Forseti Íslands, hr. Ólafur Ragnar Grímsson verndari keppninnar, afhenti verðlaunin og flutti hátíðarræðu.
Farandbikarinn í flokki stærri skóla fyrir hlutfallslega flestar hugmyndir í keppninni hlaut Hofsstaðaskóli í Garðabæ. Var þetta sjötta árið í röð sem Hofsstaðaskóli hlýtur bikarinn. Farandbikarinn í flokki minni skóla fyrir hlutfallslega flestar hugmyndir í keppninni hlaut Barnaskólinn á Eyrarbakka og Stokkseyri
Verðlaunahafar í ár
Verðlaun | Flokkar | Hugmynd | Nafn | Skóli |
Bronsverðlaun | 5. bekkur | Herðatré og hankar | Stefanía Stella Baldursdóttir | Húsaskóli |
Silfurverðlaun | 5. bekkur | Þyngdarloftsskynjarinn | Nína Ægisdóttir | Hofsstaðaskóli |
Gullverðlaun | 5. bekkur | Þjófavörn f/hjól | Andrea Marý Sigurjónsdóttir | Víðistaðaskóli |
Bronsverðlaun | 6. bekkur | Rörmortél | Hildur Kaldalóns Björnsdóttir | Melaskóli |
Bronsverðlaun | 6. bekkur | Rörmortél | Kristín Pálmadóttir Thorlacius | Melaskóli |
Silfurverðlaun | 6. bekkur | Hringinn í kringum Ísland | Ásdís Hvönn Jónsdóttir | Egilsstaðaskóli |
Silfurverðlaun | 6. bekkur | Hringinn í kringum Ísland | Hafdís Guðlaugsdóttir | Egilsstaðaskóli |
Gullverðlaun | 6. bekkur | Lyfja minnari | Ágústa Líndal | Hofsstaðaskóli |
Bronsverðlaun | 7. bekkur | Moðpressari | Ólafur Ísar Jóhannesson | Grunnskólinn austan vatna |
Silfurverðlaun | 7. bekkur | Ferðabrú fyrir fé og hross | Þórir Árni Jóelsson | Varmahlíðarskóli |
Gullverðlaun | 7. bekkur | Hóffjaðratínari | Laufey Helga Ragnheiðardóttir | Flúðaskóli |