Fréttir eftir árum


Fréttir

Vilja auka rannsóknir og nýsköpun í sjávarútvegi

4.6.2014

Sjávarútvegurinn er grunnatvinnuvegur á Íslandi og stendur undir fjölbreyttri atvinnustarfsemi. Hlutfall sjávarútvegs af öllum útflutningi vöru og þjónustu árið 2012 var rúmlega 28%. Þá benda greiningar Íslenska sjávarklasans til þess að áætla megi að sjávarútvegur standi með beinum og óbeinum hætti undir 15-20% starfa í landinu, en það samsvarar til 25-35 þúsund starfa. 

Það er því til mikils að vinna fyrir samfélagið í heild að efla enn frekar rannsóknir og nýsköpun í atvinnugreininni, meðal annars til að auka sjálfbærni, nýta afurðir eins vel og mögulegt er og skapa fleiri störf.

Þetta verður gert meðal annars með því að gera nemendum HR kleift að vinna nýsköpunarverkefni í starfsnámi hjá sjávarútvegsfyrirtækjum og meistaranemum að tengja verkefni sín fyrirtækjum í greininni.

HR og LÍÚ undirrita samninga

Ari Kristinn Jónsson, rektor Háskólans í Reykjavík og Kolbeinn Árnason, framkvæmdastjóri LÍÚ, undirrita samstarfssamning.