Fréttir eftir árum


Fréttir

Metið slegið í umsóknafjölda

6.6.2014

Metfjöldi umsókna barst Háskólanum í Reykjavík í ár, en ríflega 2.500 umsóknir bárust um skólavist fyrir haustið 2014. Þetta er 11,3% aukning frá því á árinu 2013, sem einnig var metár hvað varðar fjölda umsókna. 

Metfjöldi umsókna í HRMest var aukningin í tölvunarfræðideild og viðskiptadeild. Þá jókst fjöldi umsókna í tæknifræði umtalsvert og fjöldi umsókna í Íslenska orkuháskólann í HR margfaldaðist á milli ára.

Mikill fjöldi umsókna barst einnig um nám á þeim fjóru nýju þverfaglegu námsbrautum sem boðið verður upp á í fyrsta sinn í haust; viðskiptafræði með lögfræði sem aukagrein, lögfræði með viðskiptafræði sem aukagrein, viðskiptafræði með tölvunarfræði sem aukagrein og tölvunarfræði með viðskiptafræði sem aukagrein.

Loks var áberandi mikil fjölgun umsókna um meistaranám við allar deildir Háskólans í Reykjavík.