Fréttir eftir árum


Fréttir

Laus störf hjá HR

11.8.2014

Kennsla og rannsóknir í hagfræði, fjármálum og endurskoðun

Við leitum að áhugasömum og metnaðarfullum einstaklingum til að sinna kennslu og rannsóknum á sviði hagfræði, fjármála og endurskoðunar.  Um er að ræða rannsóknir og kennslu í grunn- og meistaranámi í viðskiptafræði með áherslu á ofangreindum sviðum.

Um er að ræða þrjú störf:

 • Sérfræðingur á sviði hagfræði og hagrannsókna.

Kennslu- og rannsóknasvið geta verið þjóðhagfræði, rekstrarhagfræði, hagrannsóknir, tölfræði og stærðfræði, hagfræði orkumarkaða o.fl. 

Lesa meira um starfið
Sækja um starfið

 • Sérfræðingur á sviði fjármála.

Kennslu- og rannsóknarsvið geta verið fjármálstjórnun, verðmat fyrirtækja, áhættugreining, alþjóðafjármál, virkni fjármálamarkaða, uppbygging og virkni fjármálastofnana og eignastýring.

Lesa meira um starfið
Sækja um starfið

 • Sérfræðingur á sviði endurskoðunar og reikningshalds.
Kennslu- og rannsóknarsvið geta verið reikningshald gerð og greining ársreikninga, endurskoðun, rekstrargreining, áhættustjórnun og viðskiptakerfi.

Starfsheiti (aðjúnkt, lektor, dósent eða prófessor) verður ákvarðað að loknu matsferli fyrir hvert starf.

Lesa meira um starfið
Sækja um starfið

Við leitum að einstaklingum með áhuga á að stuðla að áframhaldandi uppbyggingu náms og rannsókna í viðskiptafræði við HR og góðan skilning á tengslum háskólanáms, rannsókna og þörfum viðskiptalífsins. Æskilegt er að umsækjendur hafi doktorspróf á viðeigandi fræðasviði og reynslu af kennslu og birtingu fræðagreina á viðkomandi sviði.  

Nánari upplýsingar veitir Þóranna Jónsdóttir, deildarforseti viðskiptadeildar, thoranna@hr.is.
Umsóknafrestur er til og með 20. september.

Umsóknir verða meðhöndlaðar sem trúnaðarmál. Umsóknum skal skilað hér að neðan. Einungis er tekið við umsóknum í gegnum umsóknarkerfið.


Verkefnastjóri við tölvunarfræðideild

Háskólinn í Reykjavík óskar eftir að ráða verkefnastjóra við tölvunarfræðideild. Starfið er fjölbreytt og felur í sér náið samstarf við akademíska starfsmenn, nemendur deildarinnar og stoðdeildir háskólans.

Starfssvið:

 • Umsjón með námsáætlunum grunnnema.
 • Umsjón með starfsnámi.
 • Umsýsla vegna ritgerða og námskeiða fyrir nemendur.
 • Umsjón með kennsluskrám og skráningum í MySchool kennslukerfið.
 • Samskipti við nemendur.
 • Afgreiðsla umsókna um grunn- og meistaranám.
 • Upplýsingagjöf og kynningar á námsbrautum.
 • Ýmis tilfallandi verkefni.

Leitað er að einstaklingi:

 • Hefur ríka þjónustulund og góða samskiptahæfileika.
 • Röggsemi og frumkvæði.
 • Góða skipulagshæfni og nákvæmni í vinnubrögðum.
 • Góð íslensku- og enskukunnátta.
 • Háskólamenntun sem nýtist í starfi, BSc í tölvunarfræði eða kerfisfræði mikill kostur.
Nánari upplýsingar um starfið veitir Sigrún Ammendrup, skrifstofustjóri tölvunarfræðideildar í síma 599 6510 eða netfang sma@hr.is.
Umsóknum skal skilað rafrænt hér að neðan fyrir 15. ágúst.
Einungis er tekið við umsóknum í gegnum umsóknarkerfið. Allar fyrirspurnir og umsóknir verða meðhöndlaðar sem trúnaðarmál.

Sækja um starf