Fréttir eftir árum


Fréttir

Nýr forseti lagadeildar

20.8.2014

Ragnhildur lauk lagaprófi frá HÍ 1997, LL.M frá Virginíuháskóla 1999 og doktorsprófi frá Virginíuháskóla 2004. Hún hefur starfað við lagadeild HR frá árinu 2002 en sem prófessor frá 2006 og fyrst og fremst kennt stjórnskipunarrétt á grunn- og meistarastigi, réttarsögu og leiðbeint ML og doktorsnemum.

Ragnhildur Helgadóttir

Ragnhildur hefur birt bækur og greinar á sviði stjórnskipunarréttar, réttarsögu, stjórnsýsluréttar og bótaréttar og verið í samstarfi við háskóla innan- og utanlands á þeim sviðum. Þá er hún oft kölluð til að veita upplýsingar og álit á málum á sviði stjórnskipunarréttar, bæði fyrir opinbera aðila og fjölmiðla.

Auk starfa hjá HR hefur Ragnhildur setið í samninganefnd Íslands við ESB og leitt samningahóp um dóms- og innanríkismál, setið í ýmsum nefndum á vegum Alþingis og stjórnvalda og verið varamaður í stjórn MP banka og einn þriggja íslenskra varadómara við MDE.