Fréttir eftir árum


Fréttir

Brú er ekki bara brú

17.9.2014

Að þessu sinni áttu nemendur að þróa og kynna hugmyndir að brú yfir Fossvoginn og hafa í huga að „Brú er ekki bara brú“. Hér fengu nemendur tækifæri til að nýta sköpunarkraftinn og hugmyndaauðgina þar sem unnið var út frá því að mannvirki hafa áhrif til framtíðar, geta skapað örvandi umhverfi, eflt náttúruvitund og bætt lífsstíl. Nemendur drógu fram hugmyndir að kennileiti sem á að standast tímans tönn og sýndu spennandi útfærslur sem til dæmis tengja saman sjóinn, náttúruna, listir og lýðheilsu.

Hamfaradagar í HR

Þegar nemendur og kennarar mættu á miðvikudag var verkefnið kynnt, en fyrirfram höfðu þau enga hugmynd um verkefnið. Nemendur höfðu eingöngu fengið þær upplýsingar að þeir ættu að vinna hugmyndavinnu næstu tvo daga undir leiðsögn kennara. Kennarar höfðu fengið stutta kynningu á aðferð sem mörg fyrirtæki nota til að leiða hópa gegnum hugarflug, t.d. við vöruþróun og stefnumótun.

Nemendur sátu í sex manna hópum við 44 borð í Vodafone-höllinni á fimmtudag og unnu hugmyndavinnu í anda þjóðfundarins. Síðar gerðu þau þau kynningar á þeim hugmyndum sem hver hópur velur til að útfæra. Þeir sem hafa áhuga á að kynna sér afraksturinn eru velkomnir í Sólina þar sem verkefnin verða kynnt næstu tvær vikur.

Það má sjá skemmtilegar myndir sem nemendur tóku á Hamfaradögum á Instagram undir merkinu #hamfarir14.